Um nikótín, snus og Svíþjóð
Sænska leiðin
Sænskir snus framleiðendur framleiða undir lögum og reglugerð frá sænska matvælaeftirlitinu og lýta ströngu eftirliti. Það sem sett er í snus og nikótínpoka er því í samræmi við matvöruframleiðslu. Þess ber þó að geta að það er umræða um hvort að framleiðsla nikótínpoka, sem í daglegu tali er ”white snus” eða ”pokar”, eigi einnig að falla undir matvælaeftirlitið. Þrátt fyrir það fara framleiðendurnir sem Sven býður upp á eftir sömu reglum við framleiðslu þessara poka.
Notkun á snus í Svíþjóð á sér langa sögu og því mikil uppsöfnuð reynsla þegar kemur að framleiðslu, eftirliti og rannsóknum á mögulegum skaðlegum þáttum snus notkunar. Hér að neðan er hægt að lesa meira um rannsóknir og samanburð á notkun tóbaks í ýmsu formi.
Í stuttu máli þá kemur Svíþjóð almennt vel út í alþjóðlegum samanburði og getum við sagt að Sven treysti gæðum og aðgát sænska eftirlitisins.
Notkun nikótíns eða nikótínpoka
Nikótín er mjög ávanabindandi efni. Engar rannsóknir hafa sýnt fram á að nikótín eitt og sér valdi neinum sjúkdómum en ljóst er að neytandinn þarf að nota almenna skynsemi þegar kemur að ákvörðun á magni á inntöku efnisins.
Ekki er ráðlegt að neyta meira en 100 mg á dag af nikótíni fyrir fullorðinn einstakling. Skv. sænskum rannsóknum er upptaka líkamans úr einum poka á milli 20-50% af nikótínmagni hans.
Nikótínpokar í stað reykinga
Snus eða nikótínpúðar geta dregið úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt eða noktun tóbaks almennt. Það minnkar því hættu á að reykingafólk sem vill hætta að reykja eða þeir sem vilja hætta munntóbaki/neftóbaki, byrji aftur á tóbaksneyslunni eða auðveldar þeim sem vilja ekki eða geta ekki hætt tóbaksneyslu, að draga úr henni. Þegar fólk hættir snögglega að innbyrða nikótín úr tóbaki framkallar líkaminn margskonar vanlíðan sem kallast fráhvarfseinkenni. Með nikótínpúðum er hægt að koma í veg fyrir eða draga úr þessum vanlíðan með því að halda áfram að útvega líkamanum nikótín í skamman tíma.
Ekki má nota Nikótínpúða:
- ef um er að ræða ofnæmi fyrir nikótíni eða öðru innihaldsefni púðanna
(sjá innihaldslýsingu á hverri vöru fyrir sig) - ef þú ert með alvarlegan hjartasjúkdóm
- ef þú hefur nýlega (innan 3 mánaða) fengið hjartaáfall eða hjartaslag
Varnaðarorð og varúðarreglur
Leitið ráða hjá læknum áður en nikótín eru notað ef um er að ræða:
- hjarta- eða blóðrásarsjúkdóma
- ómeðhöndlaðan háþrýsting
- alvarlegan lifrarsjúkdóm
- alvarlegan nýrnasjúkdóm
- sykursýki og notkun insúlíns
- magasár
- ofvirkan skjaldkirtil
- æxli í nýrnahettu (krómfíklaæxli)
Ef þú ert með einhvern af ofantöldum sjúkdóma getur verið að ekki sé óhætt fyrir þig að neyta nikótíns.
Meðganga og brjóstagjöf
Ráðlagt er að hætta tóbaks- og nikótínneyslu á meðgöngu, þar sem slík notkun getur valdið minni vexti hjá barninu. Hún getur einnig valdið fæðingu fyrir tímann og jafnvel andvana fæðingu. Ef ekki er mögulegt að hætta slíkri neyslu skal nikótín aðeins notað í samráði við heilbrigðisstarfsmanninn sem hefur eftirlit með meðgöngunni. Forðast skal notkun nikótíns samhliða brjóstagjöf, þar sem nikótín finnst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.
Börn og unglingar
Einstaklingar yngri en 18 ára eiga og mega ekki nota nikótínpúða.
Ráðlagður skammtur handa fullorðnum getur valdið alvarlegri eitrun og jafnvel reynst banvænn litlum börnum. Því er mjög nauðsynlegt að geyma nikótínpúða alltaf þar sem börn hvorki ná til né sjá.